top of page

Gjaldskrá

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða sjúkraþjálfun ef fyrir liggur beiðni frá lækni, eða sjúkraþjálfara á heilsugæslu. Niðurgreiðslukerfið er byggt á mánaðarlegu hámarksgjaldi sem hækkar sé afsláttur ekki nýttur mánuðinn á undan.

Forsenda fyrir endurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands er að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni þar sem fram kemur sjúkdómsgreining. Þó er heimilt að víkja frá þessu skilyrði vegna bráðameðferðar, sem nemur allt að 6 skiptum á einu ári.

Gjaldskrá Hress sjúkraþjálfun tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.
Komugjald er 2000 kr. fyrir almenna meðferð og 4000 kr. fyrir skoðun.

Skoðunartími: 45-60 mínútur 17,538 kr

Endurkoma: 8769 kr

Ef búið er að greiða upp í hámark þarf einungis að greiða komugjald.

Greiðsluþátttökukerfi - hvað þarf að borga fyrir heilbrigðisþjónustu

Hámarksgreiðsla

  • Almennt gjald frá: 31.150 krónur

  • Aldraðir, öryrkjar og einstaklingar sem fá endurhæfingalífeyri frá Tryggingastofnun: 20.767 krónur

  • Börn 2-18 ára: 20.767 krónur

  • Börn yngri en 2ja ára: ekkert gjald

Börn innan sömu fjölskyldu teljast sem eitt barn í greiðsluþátttökukerfinu.

Börn yngri en 18 ára fá þjónustuna gjaldfrjálst ef þau eru með tilvísun. Annars er greitt 30% af gjaldskrá sem telur inn í greiðsluþátttökukerfið. Nánar um tilvísanir vegna þjónustu.

bottom of page