Þjálfun undir hömluðu blóðflæði
Þjálfun undir hömluðu blóðflæði þekkist einnig sem Blood flow restriction cuffs (BFR) er í meigindráttum stýrð takmörkun á blóði niður útlimi. BFR er þjálfunaraðferð þar sem notast er við sér útbúnar ermar sem að takmarka blóð niður í útlimi. Hugmyndin með þessari aðferð er að ná að styrkja og stækka vöðva með mun léttari þyngdum heldur en í hefðbundinni styrktarþjálfun sem að myndi t.d. henta vel snemma eftir aðgerð og einnig við mikilli slitgikt.
Lífeðlisfræðin á bak við BFR
Blóðflæði: Ermarnar eru þrengdar upp við nára (neðri útlimir) eða upp við handakrika (efri útlimir) með mældum þrýstingi þannig að útflæði blóðs (blóðflæði úr útlimum til hjartans) skerðist en innflæði blóðs (blóðflæði frá hjarta inn í útlimi) heldur sínu flæði.
Vöðvavirkni: Í hefðbundinni þjálfun notar líkaminn vöðvana í samræmi við þá ákefð sem hann er undir. Þegar notast er við léttari lóð er vöðva virknin lítil og eftir því sem lóðin eru þyngri þá eykst vöðvavirknin og hefur þannig örvandi áhrif á vöðvafrumur (styrkjast og stækka). Með BFR er hægt að kalla fram mun meiri vöðvavirkni með léttari þyngdum en það er fyrst og fremst vegna súrefnisþurft sem á sér stað í vöðvafrumum.
Súrefnisþurft í vöðvafrumum: Vöðvar þurfa súrefni sem þeir fá úr blóðflæði til þess að framkvæma orku, sérstaklega á æfingum. Með því að skerða útflæði minnkar framboð á súrefni sem að lætur vöðvann byrja að vinna líkt og við þjálfun í mikilli ákefð.
Hormón: Stressið í vöðvafrumum sem myndast við BRF getur leitt til aukningu á Growth-promoting hormones, sem getur hjálpað til við endurheimt og uppbyggingu.