Höggbylgjur
Höggbylgjur
Höggbylgjur (Radial Extracorporeal Shock Wave Therapy RESWT) er algengt meðferðarform sem notast er við í sjúkraþjálfun og öðrum heilbrigðisstéttum.
Hvað eru höggbylgjur?
Höggbylgjurnar innihalda háorku hljóðbylgjur sem vísað er að verkjasvæði á líkamanum, þ.e. sinar og vöðva.
Lífeðlisfræðileg áhrif
Meðferðin myndar öráverka (microtrauma) sem að ýtir undir náttúrulegt viðgerðarferli líkamans sem að:
-
Örvar efnaskipti frumna: Eykur frumuvirkni á staðbundnu svæði
-
Örvar blóðflæði: Öráverkinn sem myndast vegna höggbylgja ýtir undir nýmyndun blóðfrumna sem leiðir til betri hringrásar á staðbundið svæði.
-
Minnkar verki: Verkjastillandi áhrif með því að trufla verkjaboð.
Höggbylgjur í stað uppskurðar
Rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning höggbylgja sérstaklega í langvarandi vöðvafestu eymslum (tendinopathy), hælspora (plantar fasciitis), kalkmyndun í öxl (Calcific tendinitis of the shoulder) og beinhimnubólgu (shin splints). Rannsóknir hafa sýnt fram á að höggbylgjur geta verið annar valkostur í stað uppskurðar fyrir þessi einkenni.
Áhætta
Höggbylgjur eru almennt taldar vera öruggt meðferðarform ef framkvæmt er af fagfólki, en eins og allar meðferðir eru mögulegar hættur og fylgikvillar. Hér er útlistun á því helst:
-
Sársauki og óþægindi: Verkir geta aukist tímabundið fljótlega eftir meðferð vegna bólguviðbragðs líkamans en það varir venjulega 1 – 3 daga.
-
Bólgur og roði: Meðferðarsvæði gæti bólgnað aðeins upp og roðnað
-
Húð: Afar óalgengt en húðin gæti brotnað upp lítilega eða brunnið.
-
Engin framgangur eða að einkenni versna: Það er hluti almennings allt frá 10-30% sem bregst ekki við höggbylgjum og sumir upplifa einkenni sín versnandi.
-
Staðbundinn dofi.
-
Höfuðverkur: Sérstaklega ef meðferðin á sér stað á háls eða nærri hryggnum.